Spurt og svarað

01. mars 2015

Vökvi úr brjóstum

Sæl, nú erum við hjónin að reyna við barn nr 3 og höfum verið að því frá því í ágúst í fyrra. Um miðjan þessa mánaðar kom jákvætt egglos próf,  tveimur dögum seinna kom blettablæðing í 3 daga og ca 5dögum eftir jákvæða egglosprófið hef ég verið með stöðuga túrverki og verki í mjóbaki. En ég veit að það getur þýtt hvað sem er (bakverkirnir og túrverkir) en það er sem ég vildi spyrja um er að í gær var ég með einhvern þrýsting í brjóstum og kreisti geirvörtubauginn og það kom gráglær vökvi úr þessum bólum sem eru í kringum geirvörtuna sjálfa!!?? Þetta gerðist á nokkrum stöðum og á báðum brjóstum. Hvað getur það þýtt? Ég veit svosem eftir nokkra daga hvort tekist hefur  að búa til barn en þetta með þennan vökva langar mig að vita hvort ég þurfi að leita til læknis. Börnin sem ég á fyrir var ég ekki með á brjósti eða jú eldri var reynt í viku en yngra barnið var það ekki reynt og þessi börn eru bæði yfir 7 ára gömul svo að ekki getur þetta tengst því að það sé stutt síðan ég var með barn á brjósti býst ég við.Komdu sæl, ég vil byrja á að segja að vökvi úr brjóstum er ekki óalgengur og oftast nær sárasaklaus. Oft gerist þetta rétt fyrir blæðingar. Þar sem þetta er úr báðum brjóstum er ennþá líklegra að þetta sé algjörlega saklaust fyrirbæri. Ég mundi þó ráðleggja þér að leita læknis í rólegheitum til að láta meta þetta endanlega. Gangi þér vel og vonandi færðu jákvætt þungunarpróf fjótlega.
 
Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
1.mars.2015
 
 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.