Spurt og svarað

23. apríl 2007

Zyban og þungun


Sælar og takk fyrir frábæran vef
þannig er mál með vexti að ég hef ákveðið að verða þunguð og er að taka zyban til þess að hætta að reykja svo ég geti boðið barni mínu reyklausan líkama þegar þar að kemur. Mín spurning er sú hvenær óhætt sé að byrja að reyna eftir að töku zybans er hætt. Þarf líkaminn daga eða vikur til að losa sig við lyfið úr líkamanum? Á fylgiseðlinum með lyfinu stendur að konur sem eru ófrískar eða að reyna að verða ófrískar ættu ekki að nota lyfið. Ég vil bara vera fullviss um að ekkert skaðlegt verði til staðar í líkama mínum þegar fóstrið fer að myndast.
Með fyrirfram þökk
Fjóla
 


Komdu sæl og takk fyrir að leita til okkar,

Fyrir það fyrsta þá langar mig til að óska þér til hamingju með að vera hætt að reykja og vonandi gengur það vel.

En ef við höldum okkur við spurninguna þá er það þannig að útskilnaður Zyban á sér fyrst og fremst stað í gegnum nýrun. Í íslensku leiðbeiningunum kemur ekki fram hversu langan tíma það tekur fyrir líkamann að losa sig við lyfið. Skv. ráðleggingum eins lyfjaframleiðanda fann ég þó að konum er ráðlagt að gefa líkamanum amk 1 viku til að losa sig við virk efni lyfsins og mér fyndist því skynsamlegt af þér að bíða einn tíðahring eftir að þú hættir að taka Zyban.

Vonandi gengur þér áfram vel í að hætta að reykja, það er sannarlega þess virði.

Með bestu kveðjum,

Steinunn H.Blöndal,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
23. apríl 2007.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.