Þunguð eða ekki?

01.03.2015

Hæ, ég tók þungunarpróf 10 dögum eftir getnað og ég fékk jákvætt próf en það var ein dökk lína og önnur mjög ljós! Svo tók ég annað próf 14 dögum eftir getnað og það var neikvætt. Ég er að velta því fyrir mér hvort ég gæti enn verið ólétt, og prófið kom neikvætt því ég er komin svo stutt eða hvort þungunin hafi ekki tekist?

 
 

Heil og sæl, ég verð að segja að mér þykir líklegra að þú sért ekki þunguð þar sem seinna prófið var neikvætt. Ég mundi ráðleggja þér að endurtaka prófið eftir viku – 10 daga. Gangi þér vel.  

Bestu kveðjur
Áslaug V.
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
1.mars.2015