Þunguð stuttu eftir bólusetningu gegn rauðum hundum

16.12.2006

Þannig er mál með vexti að ég fékk mótefni gegn rauðum hundum í byrjun september og mátti ekki verða ólétt innan þriggja mánaða.  Passaði mig nú, eða hélt það. Varð ólétt um miðjan nóvember og er núna að deyja úr hræðslu.

Gætirðu frætt mig? Hvaða áhrif þetta getur haft? Hvað eru miklar líkur?

Með kveðju, ein alveg í sjokki :S

 


 

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Hér á síðunni er svar við svipaðri fyrirspurn sem ætti að gagnast þér. Samkvæmt því ætti þetta alveg að vera í lagi þar sem mánuður leið frá bólusetningu að getnaði. Ég mæli samt sem áður með því að þú hafir samband við þína heilsugæslustöð vegna þessa.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
16. desember 2006.