Álfabikar og lykkjan

05.08.2009

Er allt í lagi að nota álfabikar/mánabikar þegar verið er að nota koparlykkju?  Einhver var að segja mér tröllasögu af því að sogið þegar bikarinn er fjarlægður geti kippt lykkjunni með og nú þori ég varla að prufa...

 


Það á að vera í lagi að nota álfabikarinn með lykkjunni skv. framleiðanda.  Ef bikarinn er rétt tekinn úr á ekki að myndast svo mikið sog.  Það þarf að losa um bikarinn með fingri þannig að loft komist að og þá myndast ekki þetta sog þegar bikarinn er tekinn.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. ágúst 2009.