Álfabikar og túrtappar með lykkju

26.09.2007

Hæhæ, mig langaði að forvitnast, ég er með lykkjuna og er í lagi að nota túrtappa eða álfabikar?
Kv. Forvitin


Sæl Forvitin

Eftir því sem ég best veit er það í lagi að nota túrtappa eða álfabikar þó þú sért með lykkjuna.  Konur með koparlykkjuna geta reyndar verið aðeins næmari fyrir sýkingum en annars og ætti því ekki að hafa tappa eða bikar mjög lengi án þess að tæma.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26.sept. 2007.