Að byrja á pillunni

21.05.2012

Sælar og takk fyrir góða heimasíðu.

Ég er búin að fara tvisvar á blæðingar eftir að ég átti strákinn minn en núna þegar ég ætlaði að byrja á pillunni aftur (er því miður hætt með hann á brjósti) er rosa langt á milli blæðinga. Má byrja á pillunni á öðrum tíma heldur en fyrsta dag blæðinga?

Kv. ERG


Sæl.

Best er að byrja á fyrsta degi blæðinga að taka pilluna ef um samsetta pillu er að ræða ef þú ert með Cerazette máttu byrja hvernær sem er.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
21. maí 2012.