Að taka úr sambandi

25.05.2012

Hæ hæ!

Mig langar rosalega að vita hvort það sé hægt að láta taka sig úr sambandi um leið og maður eignast barn eða þarf það að vera sér aðgerð? Ég á von á mínu 5 barni og langar að taka mig úr sambandi eftir þessa meðgöngu.
Sæl!

Það er ekki hægt að gera ófrjósemisaðgerð í eðlilegri fæðingu en þú ættir að finna gagnleg svör í fyrirspurnum um svipað efni:

Ófrjósemisaðgerð eftir fæðingu

Ófrjósemisaðgerð í keisara
Kær kveðja,

Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
25. maí 2012