Blæðingar eftir Cerazette

05.06.2007

Hæhæ
Málið er þannig að ég fór á pilluna cerazette þegar ég var með stelpuna mína á brjósti, en hún er hætt fyrr 5 mánuðum. Ég hélt samt áfram að taka hana.  Núna hef ég verið að fá mikil einkenni eins og ég sé ólett og hætti því á pilluni fyrir viku síðan. Einhver af þessum einkennum geta líka stafið af pillunni. Ég hef tekið 2 þungunarpróf en bæði neikvæð. Spurninger er sú hvað tekur langan tíma að blæðingarnar byrji aftur eftir að hætt er á pillunni?
p.s. hef ekkert farið á blæðingar í þessum mánuði og hef fengið smá blæðingu eftir samfarir eins og á fyrri meðgöngu.Það getur tekið nokkrar vikur og allt upp í 3 mánuði fyrir líkamann að jafna sig og komast í jafnvægi eftir að töku pillunnar er hætt.  Það er því ekkert óeðlilegt að blæðingar séu ekki byrjaðar.  Einnig er það eins og þú minntist á að einkenni sem þú gtur fundið fyrir geta líkst því sem þú mundir finna ef þú værir ófrísk.  Þú þarft að gefa þér aðeins meiri tíma til að sjá hvað gerist.  Það er líka möguleiki að þú sért að gera þungunarprófin of snemma, nokkrar vikur þurfa að líða þar til hormónamagnið er orðið það mikið í líkamanum að það komi fram á þungunarprófi.  Bíddu og sjáðu til í eina viku og gerðu þá þungunarpróf aftur.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
5. júní 2007.