Spurt og svarað

11. október 2010

Blæðingar og brjóstapillan

Hæ hæ.

Ég finn ekki almennilega svör við því sem ég er að leita að þó ég finni fullt af upplýsingum um brjóstapilluna og blæðingar.  Málið er að ég á einn lítinn 8 vikna son og byrjaði á brjóstapillunni fyrir átta dögum nema hvað að núna er allt í einu farið að blæða hjá mér þannig að ég er að spá í hvort ég eigi að halda áfram að taka pilluna (mun gera það þangað til ég finn svör) eða hvort ég eigi að hætta á spjaldinu?  Einhvern tíman heyrði ég að maður færi ekki á blæðingar ef maður væri með barn eingöngu á brjósti, er þetta kannski einhver kerlingasaga?

Með fyrirfram þökk

Katrín Ósk


Komdu sæl Katrín

Svona milliblæðingar eru algengar þegar maður er að byrja á pillunni og geta komið af og til fyrstu mánuðina.  Haltu bara þínu striki og taktu pilluna eins og á að gera.

Konur fara á blæðingar með börn á brjósti og flestar eru að byrja á þessum tíma en þær geta verið mjög óreglulegar og mismiklar.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. október 2010.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.