Brjóstagjöf sem getnaðarvörn

26.10.2008

Sælar!

Mig langaði að forvitnast varðandi upplýsingar sem þið birtið hvað varðar brjóstagjöf sem getnaðarvörn. Ef maður eitt skipti lætur líða lengri tíma en þið tilgreinið (til dæmis ef maður mjólkar sig því maður þarf að fara frá í lengri tíma) er þá þetta ráð sem getnaðarvörn alveg ónýtt eða virkar þetta eins og með getnaðarvarnapilluna, að maður þarf að bíða ákveðinn tíma og getur eftir það treyst á brjóstagjöfina sem getnaðarvörn? Hvað er það þá langur tími?

Með góðum kveðjum.


Sæl!

Það er ekki hægt að treysta á brjóstagjöf sem getnaðarvörn nema að öllum skilyrðum sé fullnægt. Ef það t.d. líður lengra á milli gjafa þarf að huga að annarri getnaðarvörn.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. október 2008.