Brjóstapillan

19.03.2009

Sæl.

Þannig er að ég er á brjóstapillunni og búin að vera á henni í 8 mánuði og allt hefur gengið eins og í sögu hef ekki haft neinar blæðingar allan tímann. En núna er semsagt eins og það séu að byrja blæðingar, þetta er reyndar voða lítið. Bara eins og smá blóðlituð útferð. Er það eðlilegt?  Ég er reyndar hætt með barnið á brjósti, ætti ég þá kannski að fara á einhverja aðra pillu?

Kveðja ein í vafa.Komdu sæl.

Það geta komið smá blæðingar af og til þótt þú sért á brjóstapillunni, það þarf stundum lítið til, eins og að taka hana ekki alveg á sama tíma, gleyma henni einu sinni eða slíkt.  Það er ekki nauðsynlegt að skipta um pillu þótt þú sért hætt með barnið á brjósti og ef þú ert yfir 35 ára er frekar mælt með henni en samsettum pillum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur
19. mars 2009.