Cerazette pillan og túrverkir

06.01.2009

Góðan daginn.

Langaði að forvitnast hvort cerazette pillan getur valdið miklum túrverkjum og óþægindum í kviðnum.  Ég hef verið að nota þessa pillu í u.þ.b tvo mánuði og hef átt það til að fá verki sem líkjast túrverkjum.  Ég átti barn fyri 4 og 1/2 mánuði síðan og var mjög fljót að jafna mig nema þetta eina vandamál sem mig langar að tengja við notkun þessarar pillu. 

Annars þakka ég bara fyrir frábæran vef.


Góðan dag.

Cerazette pillan á ekki skv. fylgiseðli að valda miklum túrverkjum eða óþægindum í kvið.  Ef þú ert vön að hafa mikla túrverki getur þú haft þá áfram en stundum minnka túrverkir við notkun mini-pillunnar.  Ef þetta heldur áfram ráðlegg ég þér að ræða um þetta við lækni.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. janúar 2009.