Diane mite pillan

06.01.2009

Sæl.

Ég vil byrja á að þakka fyrir góðan vef.  Ég er að fara eiga barn núna og var að hugsa.  Ég var á pillu sem heitir Diane mite, má ég ekki bara halda áfram að taka hana þegar ég er búin að eiga eða hvernig er þetta?  Ég er búin að vera á henni í fimm ár og hefur virkað fínt.

Kveðja Lóa


Sæl Lóa.

Ef þú ætlar að vera með barnið á brjósti máttu ekki taka samsetta getnaðarvarnapillu eins og Diane mite er.  Þú mátt taka getnaðarvarnarpillur sem innihalda bara eitt hormón, Prógesterón, eða verður að fara í annars konar getnaðarvarnir eins og t.d. lykkjuna.

Gangi þér vel

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
6. janúar 2009.