Spurt og svarað

12. ágúst 2010

Getnaðarvarnir eftir brjóstagjöf

Ég þakka fyrir öll frábæru svörin á þessari síðu hjá ykkur.

Ég átti strák
í byrjun janúar og hef ekki farið á neina vörn eftir fæðinguna.  Ég er út á landi og hér eru alltaf nýir og nýir læknar og ég er ekki ánægð með ljósmóðurina mína svo spurning mín er: Get ég bara farið á venjulegu pilluna eftir að brjóstagjöf lýkur eða er einhver „mömmu“ pilla sem er ætluð eftir að konur eignast börn? Ég fór einu sinni á sprautuna og var ekki ánægð því ef líkami minn fer ekki á túr verður hann ómögulegur! Mér finnst ég alltaf skítug og líður bara ekki vel. Hvernig er með lykkjuna? Fer ég á mínar eðlilegu blæðingar eða er alveg stopp?

Ég
þakka fyrir svörin.


Komdu sæl.

Almennt er það þannig að konur geta notað venjulega getnaðarvarnarpillu eftir að bjróstagjöf lýkur ef engir áhættuþættir eru til staðar. Atriði eins og aldur, blóðþrýsingur o.fl. spila þar inní. Lykkjan getur hentað þér líka en en það er bæði til hormónalykkja og koparlykkja sem ætti síður að hafa áhrif á blæðingarnar. Blæðingar verða þó oft meiri þegar konur eru á lykkjunni.

Ég ráðlegg þér að tala við lækni og fá nánari upplýsingar um það sem hentar þér sérstaklega eftir að hafa eignast barn.


Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. ágúst 2010.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.