Spurt og svarað

26. nóvember 2009

Getnaðarvarnir eftir fæðingu

Sæl og takk fyrir góðan og hagnýtan vef :)

Það eru núna rúmlega 5 vikur síðan ég átti og ég er farin að huga að getnaðarvörnum þar sem það fer að líða að því að við hjónin getum haft samlíf á ný.  Ég vil ekki fara á pilluna þar sem að mér gengur mjög ílla að taka hana... en hvaða getnaðarvörnum er helst mælt með? Ég hef áður prufað Nuva ring og fannst það fínt, en í lagi að vera á honum með barn á brjósti? Svo er önnur spurning... ef maður byrjar á hormónatengdum getnaðarvörnum byrjar þá maður ekki á túr aftur?  Eins og t.d með pilluna þá startar hún blæðingum á milli spjalda! Eða er þetta bara rugl í mér?

 


 

Komdu sæl. 

Þú getur ekki tekið samsetta pillu með barn á brjósti þannig að venjuleg pilla kemur ekki til greina.  Brjóstapillan eða pilla sem er bara með einu hormóni getur þú tekið (ef þú vilt).  Á henni er ekki tekið hlé og aukaverkun eru óreglulegar blæðingar í fyrstu sem hætta svo alveg.  Það þarf hinsvegar að taka hana á sama tíma daglega, alla daga.

Aðrar getnaðarvarnir eru lykkjan sem þú ættir að geta fengið um 6 vikum eftir fæðingu og er sett upp af kvensjúkdómalækni.   Hormónasprautan kemur líka til greina en þá færðu sprautu með Progesteroni sem virkar í 3 mánuði, þá þarftu að fá aðra.  Hormónastafurinn, 4 sm langur stafur sem komið er fyrir í upphandlegg konu og virkar í 3 ár.

Síðast en ekki síst er svo smokkurinn.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
26. nóvember 2009.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.