Getnaðarvarnir eftir fæðingu

03.02.2009

Komdu sæl ljósmóðir.

Ég er ólétt og veit að ég mun ekki geta verið með barnið á brjósti þegar það fæðist. Áður en ég varð ólétt þá var ég á hormónalykkjunni og myndi vilja hana aftur.  Hvenær má ég fá hana eftir barnsburð?  Verð ég ekki strax að nota einhverja getnaðarvörn þar sem ég verð ekki með barnið á brjósti?

Með fyrirfram þökk


 

 Komdu sæl 

Ég held að flestir kvensjúkdóma og fæðingalæknar setji ekki upp lykkju fyrr en a.m.k. 6 vikum eftir fæðingu.  Það tekur venjulega þann tíma að gróa og úthreinsun að klárast.  Fram að þeim tíma er mælt með að nota smokka.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
3. febrúar 2009.