Spurt og svarað

28. desember 2006

Getnaðarvarnir eftir fæðingu

Sæl

Ég er komin 27 vikur á leið og hlakka mikið til að sjá soninn, sem er reyndar nr. 2.  Mig langaði að spyrja um lykkjuna, hvenær ég má láta setja hana upp?   Hvernig virkar brjóstapillan má ég gleypa strax eina um leið og fæðingin er afstaðin eða þarf ég að bíða eftir blæðingum sem geta dregist um nokkra mánuði?  Ég get því miður ekki notað smokkinn þar sem að totan særir mig og ég "þurrkast" í leggöngum við að nota hann... ég varð mjög fljótlega kynferðislega virk eftir fyrri fæðingu sem reyndar var keisari...

Fyrirfram þakkir fyrir svör


 

Það er svolítið misjafnt eftir læknum hvenær þeir mæla með að lykkjan sé sett upp eftir fæðingu.  Sumir setja hana upp ca. 6 vikum eftir fæðinguna en aðrir vilja bíða í 3 mánuði, til að gefa líkama konunnar lengri tíma til að jafna sig eftir fæðinguna.  Brjóstapilluna getur þú byrjað að taka strax og ekki þörf á að bíða eftir blæðingum.  Hana þarf að taka á sama tíma alla daga (mega líða 3 tímar til eða frá) þannig að hún sé örugg.

Ég verð nú samt að segja þér að mælt er með að nota smokkinn fyrstu 6 vikurnar til að forðast sýkingu á meðan sárið í leginu er að gróa.  Það má nota sleipiefni með ef þurrkur er vandamál.

Með kveðju

 

Komdu sæl.
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
28.12.2006. 
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.