Gleymd pilla

14.03.2008

Uhh ég er á pillunni og í sambandi, ég átti að byrja að taka pilluna á miðvikudaginn en ég gleymdi að kaupa hana þess vegna gleymdist hún og svo gleymdist hún aftur á fimmtudaginn, svo ég dreif mig á föstudaginn að kaupa hana og tók þá bara 2 pillur. Svo ég er aðeins að hugsa hvort það sé eitthvað slæmt að gera þetta og hafa svo samfarir, eru einhverjar líkur á því að ég sé þunguð ???


Ég get ekki sagt þér hversu miklar líkur eru á að þú sért þunguð en það er ljóst að pillan er ekki alveg örugg getaðarvörn ef hún gleymist í tvo daga þannig að best er að nota smokk næsta hálfan mánuðinn til að vera viss.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. mars 2008.