Spurt og svarað

16. mars 2011

Glucophage og getnaðarvarnarsprautan

Hæ.

Ég er nýgreind með sykursýki 2 og er að taka inn fjórar Glucophage á dag. Ég er á getnaðarvarnasprautunni síðan í ágúst.  Fyrir viku fór ég að finna óléttueinkenni. Þrýstingur neðarlega í kviðnum, ógleði, eymsli og smá þrýsting í brjóstum.  Hverjar eru líkurnar á því að ég geti verið ólétt á sprautunni þar sem ég er að taka inn glucophage?  Ég var að komast að því í gær að það væri notað sem frjósemis lyf.  Ef ég tek þungunarpróf kemur þá ekki fölsk niðurstaða vegna hormónanna í sprautunni?  Ég fékk hana síðast í kringum 5 febrúar, ef ég er ekki ólétt af hverju stafa þá þessi einkenni? 

Kveðja, ein að pæla og komin með áhyggjur.


Komdu sæl.

Getnaðarvarnasprautan er mjög örugg getnaðarvörn, um 99% öryggi.  Einkennin sem þú finnur geta verið aukaverkanir af Glucophaginu sem kom gjarna í byrjun meðferðar en hætta svo.  Þú getur tekið þungunarpróf þar sem það mælir hormón sem líkaminn framleiðir í þungun en ekki annars.  Þú ert ekki að fá það hormón hvorki í getnaðarvarnarsprautunni né Glucophaginu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. mars 2011.





Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.