Glucophage og getnaðarvarnarsprautan

16.03.2011

Hæ.

Ég er nýgreind með sykursýki 2 og er að taka inn fjórar Glucophage á dag. Ég er á getnaðarvarnasprautunni síðan í ágúst.  Fyrir viku fór ég að finna óléttueinkenni. Þrýstingur neðarlega í kviðnum, ógleði, eymsli og smá þrýsting í brjóstum.  Hverjar eru líkurnar á því að ég geti verið ólétt á sprautunni þar sem ég er að taka inn glucophage?  Ég var að komast að því í gær að það væri notað sem frjósemis lyf.  Ef ég tek þungunarpróf kemur þá ekki fölsk niðurstaða vegna hormónanna í sprautunni?  Ég fékk hana síðast í kringum 5 febrúar, ef ég er ekki ólétt af hverju stafa þá þessi einkenni? 

Kveðja, ein að pæla og komin með áhyggjur.


Komdu sæl.

Getnaðarvarnasprautan er mjög örugg getnaðarvörn, um 99% öryggi.  Einkennin sem þú finnur geta verið aukaverkanir af Glucophaginu sem kom gjarna í byrjun meðferðar en hætta svo.  Þú getur tekið þungunarpróf þar sem það mælir hormón sem líkaminn framleiðir í þungun en ekki annars.  Þú ert ekki að fá það hormón hvorki í getnaðarvarnarsprautunni né Glucophaginu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. mars 2011.