Hormónalykkjan

20.06.2006
Sælar og takk fyrir frábæran vef. Málin standa svona ég á tvö yndisleg börn 7 og 5 ára. Fyrir 3 og 1/2 ári lét ég setja upp hormónalykkjuna en nú er ég farin að spá í að eignast aftur barn en ég er að velta því fyrir mér hvort ég þurfi að láta einhvern tíma líða á eftir að lykkjan hefur verið tekin til að leyfa líkamanum "rétta sig af" ? Einnig hvort hormónin hafi einhver áhrif á frjósemi mína svona strax eftir (veit að þau eiga ekki að gera það til lengri tíma) og hvað erum við að tala þá um langan tíma?

Með von um svör
langar í eitt enn
 
...............................................
 
Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.
 
Eftir því sem ég kemst næst þá getur þú orðið ólétt strax eftir að lykkjan er tekin og ekki nauðsynlegt að bíða neitt eftir að líkaminn jafni sig.  Hormónin eiga heldur ekki að hafa nein áhrif á frjósemina.
 
Gangi þér vel
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
20.06.2006.