Hormónalykkjan

08.03.2011

Sæl.

Það verða 5 ár í nóvember síðan ég fékk hormónalykkjuna. Er hún örugg í heil 5 ár?  Eru einhver einkenni sem koma fram þegar hún hættir að vera örugg? Ef svo, hver eru þau?

Kv. BS


Sæl BS.

Talað er um að hún sé örugg í allt að 5 ár svo það fer að koma tími hjá þér að endunýja.  Þú ættir ekki að finna nein einkenni um það að hún sé ekki örugg heldur skaltu fara til kvensjúkdómalæknisins áður en 5 árin eru liðin.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.

8. mars 2011.