Hormónalykkjan og aukaverkanir

01.03.2010

Er möguleiki að að finna fyrir eitthvað af neðangreindum einkennum með hormónalykkju:Þyngjast, bólur og vanlíðan andlega?

Og ef svo er hverfa einkennin eftir eitthverja mánuði?

MBK


Komdu sæl.

Já öll einkennin geta komið tímabundið en standa oftast ekki yfir nema 3 - 4 mánuði.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
1. mars 2010.