Hormónalykkjan og blæðingar

12.11.2007

Sælar.

Ég eignaðist yndislegan strák í byrjun ágúst. úthreynsuninn kláraðist á eðlilegum tíma(eftir 6 vikur) og ég fór svo þann 10 okt og lét setja upp hormónalykkjuna. það blæddi smá seinni part dags 10. okt og 11. okt. síðan kom nokkra daga hlé og svo fór að blæða aftur. Bara mjög lítið en hætti samt aldrei allveg. nú eru liðnar rúmar 3 vikur síðan hún var sett upp og enn blæðir smá. er þetta eðlilegt?

vona að þið getið hjálpað mér.

takk fyrir:)

 


Komdu sæl.

Óreglulegar blæðingar eru algengar fyrstu 3 til 4 mánuðina eftir að hormónalykkjan er sett upp en svo minnka blæðingar verulega eða hætta alveg.  Í þínu tilviki er þetta alveg eðlilegt og þarf bara tíma til að jafna sig.

Bestu kveðjur

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
12. nóvember 2007.