Spurt og svarað

14. september 2007

Hormónalykkjan og utanlegsfóstur

Sælar frábæru ljósmæður með þennan æðislega vef:-)
Fyrir stuttu fékk ég mér (hormóna)lykkjuna sem fer vel í mig hingar til.  Ég hef þó heyrt að ef konur verði þungaðar með lykkju sé fóstrið gjarnan utan legs. Utanlegsfóstur eru töluvert algeng í minni ætt þótt sjálf hafi ég ekki reynt það. Er þetta eitthvað sem ég ætti að hafa áhyggjur af? 


Komdu sæl

Þar sem lykkjan á að koma í veg fyrir þungun og gerir það í langflestum tilvikum þá held ég að ekki sé um raunverulegt vandamál að ræða.  Lykkjan er mjög örugg getnaðarvörn.  Hinsvegar er gott fyrir þig að vita þetta EF þú yrðir ólétt á lykkjunni og gætir þá verið á varðbergi fyrir einkennum utanlegsfósturs eins og kviðverkjum og blæðingum og leitað þá strax til læknis.

Með kveðju

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
14.sept. 2007.
 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.