Spurt og svarað

12. desember 2008

Hormónasprautan og getnaður

Mig langar að forvitnast.  Ég er búin að vera á sprautunni núna í eitt ár. Ég fer ekki á reglulegar blæðingar og þegar þær koma eru þær voða litlar og í stuttan tíma (sem er alls ekki slæmt).  En mig langar að forvitanst um hvað er talið líða langur tími þangað til að efnið er alveg hætt að virka (þ.e.a.s. ef ég sprauta mig ekki) .  Hef heyrt að það taki konur oft langan tíma að verða óléttar eftir sprautuna, er það misjafnt eftir einstaklingum, eða er einhver ákveðin tími sem er gott að miða við.  Gæti ég orðið ólétt áður en ég byrja á blæðingum eftir sprautuna?

kv ...


Komdu sæl.

Sprautan á að virka í þrjá mánuði en eftir það er hún ekki örugg nema þú sprautir þig aftur.  Þú getur því orðið ólétt strax eftir þessa þrjá mánuði.  Það tekur að vísu líkamann einhvern tíma að losa sig alveg við þessu aukahormón en þetta eru samt sömu hormónin og eru í líkama þínum venjulega, bara í öðru magni.  Oft er miðað við að í þrjá mánuði geta blæðingar verið óreglulegar vegna hormónabreytinga. 

Það er svo aftur mjög einstaklingsbundið hversu fljótt konur verða óléttar og í raun telst það eðlilegt að par þurfi að reyna í eitt til eitt og hálft ár áður en getnaður verður.

Þú getur orðið ólétt áður en þú ferð á blæðingar þar sem egglos verður á undan blæðingunum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
12. desember 2008. 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.