Hormónastafurinn með barn á brjósti

16.12.2008

Er eitthvað sem mælir á móti því að nota hormónastafinn þegar maður er með barn á brjósti?  Ég hef lesið mér til um hann og sumstaðar er sagt að engar almennilegar rannsóknir hafa verið gerðar, á öðrum stað að það sé í lagi að nota hann ef maður er ekki með barn á brjósti og svo á enn öðrum að það sé allt í góðu?

Með von um svör..takk:)

 


Samkvæmt landlæknisembættinu á að vera í lagi að nota hormónastafinn á meðgöngu þar sem hann inniheldur aðeins eitt hormón, prógesterón.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. desember 2008.