Koparlykkjan

28.12.2006

Sælar og takk fyrir vandaða heimasíðu.

Ég fékk mér koparlykkjuna 2 mánuðum eftir fæðingu (á 7 mánaða gamanlt barn) og allt hefur gengið vel, þangað til núna s.l. tvo mánuði hef ég fengið brúnleitar milliblæðingur öðruhvoru. Er þetta algengt? Ætti ég að fara í skoðun?


Komdu sæl.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.  28.12.2006.  


Fyrstu mánuðina eftir að lykkjan er sett upp eru mestu líkurnar á milliblæðingum, meiri blæðingum en venjulega og meiri verkjum við blæðingar.  Þetta ætti svo að jafna sig með tímanum.  Fylgstu með öðrum einkennum eins og hita, slappleika eða vondri lykt að neðan sem gæti bent til sýkingar en þá þarft þú að leita strax til læknis.