Koparlykkjan og egglos

12.12.2007

Sælar

Getur myndast egglos um leið og koparlykkjan er tekin?  Eða er möguleiki að ég hafi orðið ólétt um leið og hún var farin?


Komdu sæl.

Koparlykkjan kemur ekki í veg fyrir egglos þannig að það er alveg möguleiki að egglos hafi orðið á sama tíma og þú lést taka lykkjuna og því er möguleiki að þú hafir orðið ólétt strax.  Lykkjan virkar jú bara staðbundið í leginu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
12.desember 2007.