Langar blæðingar á Cerazette pillunni

04.05.2007

Góðan dag
Ég var að velta fyrir mér hvernig getur staðið á því að ég er svona lengi á
blæðingum. Ég átti barn fyrir um 6 mánuðum og fór svo á cerazette pilluna.  Ég byrjaði á blæðingum ca. 6 vikum eftir fæðinguna minnir mig eða daginn sem ég átti að taka fyrstu pilluna......og þær stóðu í allavega 2 vikur. Ég hugsa að það hafi svo kannski tvisvar gerst að eitthvað hafi blætt. Núna er ég hins vegar aftur farin á svona langan túr....búið að blæða í allavega 2 vikur ekkert mikið samt sko.....getur verið að álag valdi þessu? Þ.e. að tíðahringurinn ruglist af álagi...það er búið að vera mikið að gerast í einkalífinu mínu síðan barnið fæddist.....eða gæti þetta verið cerazette pillan?  Ég fór í leghálskrabbameinsskoðun á þessu ímabili og það kom allt vel út og ég vil líka taka fram að ég er með barnið á
brjósti...líða mest 3 tímar á milli gjafa nema á nóttunni.
Bestu þakkir fyrir frábæran vefKomdu sæl og fyrirgefðu hvað það hefur dregist að svara þér.

Fyrst við ég óska þér til hamingju með barnið og að vera enn með það á
brjósti.
Það er langlíklegast að þessi óregla sé eðlileg afleiðing af pillunni en brjóstagjöfin getur líka haft áhrif.  Þetta eru einmitt þekktar aukaverkanir
af Cerazette pillunni að blæðingar séu óreglulegar en hætta svo kannski
alveg.  Óreglulegar blæðingar getur bæði þýtt að þær komi óreglulega en líka að þær standi mislengi.  Vissulega getur mikið álag og stress líka haft
áhrif.

Vona að þetta svari spurningu þinni

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
4. apríl 2007.