Spurt og svarað

30. apríl 2012

Lykkjan eftir fæðingu

komið sælar og takk fyrir frábæran vef!

Núna eru 4 vikur frá því að ég átti litla strákinn minn og er farin að hugsa um næsta skref með getnaðarvarnir. Mig langar að prófa hormónalykkjuna þar sem að ég hreinlega er ekki alveg að nenna þesu pillu veseni og er ekki að spá í annað barn fyrr en í fyrsta lagi eftir 4 ár. Hvernig sný ég mér í þessu? Get ég látið kvensjúkdómalækninn minn setja hana upp á sama tíma og ég fer í eftirskoðun eða þarf ég að vera búin að útvega mér hana áður?

Bestu kveðjur Eva Rós


Sæl Eva Rós.

Flestir fæðinga og kvensjúkdómalæknar vilja láta 6 vikur líða frá fæðingu og þar til þeir setja upp lykkju, sumir jafnvel lengri tíma.  Best væri fyrir þig að fá lyfseðil fyrir lykkjunni hjá kvensjúkdómalækninum í eftirskoðuninni og fá svo annan tíma í uppsetningu.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
30. apríl 2012.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.