Lykkjan eftir fósturlát

13.11.2012
Ég var gengin rétt yfir 8 vikur þegar ég missti fóstur. Þetta var mjög velkomið en óplanað. Við parið höfum tekið ákvörðun um að fara á öruggari getnaðarvörn næst og mig langar að spyrja hvenær má setja upp lykkjuna eftir fósturlát?Sæl
Ég vil byrja á að segja að mér þykir leitt að heyra með ykkar missi, fósturmissir er oftast erfið upplifun og í flestum tilfellum erfitt að skýra hversvegna fósturlát verður.
Almennt er talað um að óhætt sé að setja lykkju í leg sex vikum eftir fæðingu eða fósturmissi, að þeim tíma loknum eru flestar konur búnar að jafna sig líkamlega eftir fæðingu eða fósturmissi.
Gangi þér vel.Með bestu kveðju,
Signý Dóra Harðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
13. nóvember 2012