Lykkjan í eitt ár

30.11.2007

Sælar og takk fyrir frábæran vef.

Eignaðist barn fyrir 5 vikum og þarf nú að fynna mér getnaðarvörn. Er ekki sérstaklega hrifin af pilluni, almennt, bara ekki geðgóð á henni. Hef reyndar ekki prufað Cerazette en elska hormónalykkjuna! Var á henni i 7ár og aldrei neitt vesen.

Er hún bara hugsuð sem langtímavörn eða er í lagi að láta setja hana upp þó svo að við ákveðum á'''' leggja í'''' annað barn eftir ár, já ef Guð og lukka leyfir.

Kær kveðja

HH


Komdu sæl HH

Já það er allt í lagi að láta setja upp lykkjuna fyrir eitt ár.  Hún er svolítið dýr fyrir bara árs notkun en ef þú ert tilbúin að leggja út í þann kostnað þá er ekkert því til fyrirstöðu að fá sér lykkjuna.

Gangi þér vel.

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
30.11.2007.