Eplaedik á meðgöngu

11.12.2008

Sælar,ég var að komast að því að ég er ólétt, miðað við reiknivélina ykkar komin 4 vikur og einn dag :) Er í lagi að drekka eplaedik, 1-2 tsk. í vatn á dag? Get svo sem ekki ímyndað mér af hverju það ætti ekki að vera í lagi en maður veit svo lítið um þetta allt saman.

Með bestu kveðju.


Sæl og blessuð!

Það er í góðu lagi að nota eplaedik í hófi, t.d. í matargerð, salöt og eins og þú gerir með því að blanda 1-2 tsk. út í vatn.


Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
11. desember 2008.