Neyðargetnaðarvörn

18.01.2010

Góðan dag

Mig langar að spyrja um eftirpilluna. Við eigum saman 3 börn hjónin og ætlum okkur ekki að eiga fleiri. Eitt barnið kom undir meðan ég notaði getnaðarvörn svo þess vegna datt mér í hug að spyrja að þessu. Það varð slys og ég keypti eftirpilluna en er farin að finna fyrir undarlegum einkennum sem gætu tengst óléttu. Er möguleiki á að verða ólétt þó svo að ég hafi tekið þessa pillu?

Kveðja 3ja barna mammaSæl.

Já það er möguleiki að þú sért ólétt.  Neyðargetnaðarvörnin er öruggust ef hún er tekin sem allra fyrst eftir óvarðar samfarir.  Eftir því sem meiri tími líður frá samförunum því óöruggari er þessi neyðargetnaðarvörn.  Hámark 120 klukkustundir mega líða frá samförum fram að því að neyðargetnaðarvörn er tekin en helst á að taka hana innan 72 tíma eða eins og áður sagði sem allra fyrst.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. janúar 2010.