Spurt og svarað

18. janúar 2010

Neyðargetnaðarvörn

Góðan dag

Mig langar að spyrja um eftirpilluna. Við eigum saman 3 börn hjónin og ætlum okkur ekki að eiga fleiri. Eitt barnið kom undir meðan ég notaði getnaðarvörn svo þess vegna datt mér í hug að spyrja að þessu. Það varð slys og ég keypti eftirpilluna en er farin að finna fyrir undarlegum einkennum sem gætu tengst óléttu. Er möguleiki á að verða ólétt þó svo að ég hafi tekið þessa pillu?

Kveðja 3ja barna mammaSæl.

Já það er möguleiki að þú sért ólétt.  Neyðargetnaðarvörnin er öruggust ef hún er tekin sem allra fyrst eftir óvarðar samfarir.  Eftir því sem meiri tími líður frá samförunum því óöruggari er þessi neyðargetnaðarvörn.  Hámark 120 klukkustundir mega líða frá samförum fram að því að neyðargetnaðarvörn er tekin en helst á að taka hana innan 72 tíma eða eins og áður sagði sem allra fyrst.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
18. janúar 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.