Nuva ring

30.03.2009

Er Nuva ring örugg getnaðarvörn? Var alltaf á pillunni og skipti svo yfir í Nuva ring og 4 mánuðum seinna varð ég ófrísk. Komin 28 vikur. Er að spá í að rölta útí apótek og heimta endurgreitt!  En svo var ég að spjalla við stelpur á svona bumbuspjalli og þær voru nokkrar sem eru settar í sama mánuði og ég sem voru líka á Nuva ring og líka alveg pottþéttar á að hafa notað hann rétt. Og ég er sko 110 % viss að ég notaði hann rétt.  Fannst þetta eitthvað of gott til að vera satt.  Fann engar aukaverkanir eins og af pillunni og sprautunni og þurfti næstum ekkert að hafa fyrir þessu.


Komdu sæl.

Já hormónahringurinn er mjög örugg getnaðarvörn, mesta öryggi er yfir 99% ef hann er notaður rétt. 

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
30. mars 2009.