Spurt og svarað

24. janúar 2011

Nuva Ring og blæðingar

Sæl og blessuð!

Ég hef verið á pillunni í mörg ár með smá hléi þegar ég átti mín tvö börn sem eru núna 9 og 6 ára og alltaf haft mjög reglulegar blæðingar, hef að mig minnir alltaf byrjað á blæðingum 1-2 dögum eftir að hafa klárað pilluspjaldið. Svo datt mér í hug að prófa einhverja aðra vörn heldur en pilluna og ákvað að prufa þennan nuva ring, las vel bæklinginn sem fylgdi með honum og fór nákvæmlega eftir leiðbeiningunum að ég best veit en núna eru liðnir 6 dagar síðan ég tók hann og ég er ekki ennþá byrjuð á blæðingum, tók þungunarpróf í gær en það kom neikvætt út. Hvað á ég að gera núna á ég að setja annan upp á morgun eins og ég hefði átt að gera í venjulegum kringumstæðum eða á ég að bíða eitthvað eftir því að ég byrji á blæðingum eða taka annað próf seinna og hvenær þá?  Ein alveg orðin ráðavillt.

Takk fyrir þetta og vonandi fæ ég skjót svör!


Komdu sæl.

Þú ættir að fara eftir planinu og setja hringinn upp eins og áætlað var.  Þar sem um hormónagetnaðarvörn er að ræða er líklegt að um blæðingaóreglu sé að ræða vegna hormónanna í hringnum.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
24. janúar 2011.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.