Spurt og svarað

16. apríl 2007

NuvaRing og blæðingar

Sæl og þakka ykkur fyrir frábæran vef.

Þannig er mál með vexti að ég hef verið á NuvaRing núna í rúmt hálft ár og er mjög ánægð með hann. Ég tók hann út mánudaginn síðastliðinn og ég er ekki ennþá byrjuð á túr og er núna vika og 1 dagur síðan. Ég hef alltaf verið alveg á klukkunni og byrjað á miðvikudagsmorgnum þ.e. 2 dögum eftir að hann er tekin út.
Ég er svo paranójuð með þessi mál að ég tók yes or no próf í gær og það var neikvætt. Þannig ég hlýt þá ekki að vera ólétt, er ekki með nein einkenni en hef verið með túrverki seinustu daga sem og mildan krampa í maganum.

Af hverju getur þetta stafað?


Komdu sæl

Afsakaðu hvað svarið berst seint þú ert sennilega löngu byrjuð á blæðingum núna.  Það er ekki gott að segja af hverju blæðingarnar byrja ekki strax eins og venjulega en stress getur átt þátt í því.  Þar sem þungunarpróf er líka neikvætt ættir þú að reyna að slaka á og vita hvort þetta kemur ekki.  Túrverkirnir geta verið undanfari blæðinga.  Ef þú byrjar ekki á blæðingum og finnst þetta eitthvað óeðlilegt þá skaltu leita læknis.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.