NuvaRing og blæðingar

16.04.2007

Sæl og þakka ykkur fyrir frábæran vef.

Þannig er mál með vexti að ég hef verið á NuvaRing núna í rúmt hálft ár og er mjög ánægð með hann. Ég tók hann út mánudaginn síðastliðinn og ég er ekki ennþá byrjuð á túr og er núna vika og 1 dagur síðan. Ég hef alltaf verið alveg á klukkunni og byrjað á miðvikudagsmorgnum þ.e. 2 dögum eftir að hann er tekin út.
Ég er svo paranójuð með þessi mál að ég tók yes or no próf í gær og það var neikvætt. Þannig ég hlýt þá ekki að vera ólétt, er ekki með nein einkenni en hef verið með túrverki seinustu daga sem og mildan krampa í maganum.

Af hverju getur þetta stafað?


Komdu sæl

Afsakaðu hvað svarið berst seint þú ert sennilega löngu byrjuð á blæðingum núna.  Það er ekki gott að segja af hverju blæðingarnar byrja ekki strax eins og venjulega en stress getur átt þátt í því.  Þar sem þungunarpróf er líka neikvætt ættir þú að reyna að slaka á og vita hvort þetta kemur ekki.  Túrverkirnir geta verið undanfari blæðinga.  Ef þú byrjar ekki á blæðingum og finnst þetta eitthvað óeðlilegt þá skaltu leita læknis.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
16. apríl 2007.