Spurt og svarað

26. ágúst 2010

Er belgjalosun aldrei framkvæmd fyrir 41. viku?

Ég las um belgjalosun á þessari síðu. Er belgjalosun aldrei framkvæmd fyrir 41 viku? Konan mín er 38 vikur og það þarf að framkalla fæðingu vegna þess að barnið er lítið. Þetta er hennar fyrsta barn og henni hefur verið sagt að belgalosun verði líklega framkvæmd.

Með fyrirfram þakklæti, Bergur.


Sæll Bergur!

Það er yfirleitt ekki mælt með belgjalosun fyrr en við fulla meðgöngu, þ.e. 40 vikur nema í þeim tilfellum þegar framköllun fæðingar er fyrirhuguð af öðrum ástæðum eins og t.d. sú ástæða þú nefnir. Það er því ekki ósennilegt að losað verði um belgi áður en reynt verður að framkalla fæðingu því belgjalosun getur komið af stað fæðingu. Læknir eða ljósmóðir þreifar þá upp leggöngin og inn í leghálsinn (ef það er mögulegt) þar sem belgirnir eru losaðir frá innanverðum leghálsinum. Þetta getur verið óþægilegt en ætti alls ekki að vera mjög sársaukafullt.  Þetta er hægt að gera í mæðraverndinni og svo fer konan heim og bíður átekta. Margar konur finna fyrir óreglulegum samdráttum í kjölfarið og svo getur komið svolítið blóðugt slím á eftir. Eins og áður segir kemur þetta fæðingunni stundum af stað - en það er alls ekki öruggt.

Vona að þetta svari spurningunni.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
26. ágúst 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.