Ófrjósemisaðgerðir karla

20.09.2010

Sæl

Einhvers staðar tel ég mig hafa heyrt um tímabundna ófrjósemisaðgerð fyrir karla, þ.e. að komið sé fyrir einhvers konar klemmu á sáðrásina sem hægt sé að fjarlægja síðar. Er þetta einhver misskilningur hjá mér? Ég finn engar upplýsingar um neitt slíkt á netinu heldur eingöngu um ófrjósemisaðgerð sem er ótímabundið úrræði. Ég og konan mín eignuðumst nýlega okkar þriðja barn og viljum láta það nægja í bili allavega. Ég vil þó ekki fara í varanlega ófrjósemisaðgerð þar sem maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Kveðja, Hugsandi


Sæll.

Eftir því sem ég best veit eru ófrjósemisaðgerðir karla hugsaðar sem óafturkræfar.  Það er þó hægt að tengja aftur í sumum tilfellum en ekki ætti að treysta því fyrirfram að það sé hægt.

Ég ráðlegg þér að tala við þvagfæraskurðlækni um þetta, en það eru þeir sem framkvæma slíkar aðgerðir.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
20. sept. 2010.