Spurt og svarað

20. september 2010

Ófrjósemisaðgerðir karla

Sæl

Einhvers staðar tel ég mig hafa heyrt um tímabundna ófrjósemisaðgerð fyrir karla, þ.e. að komið sé fyrir einhvers konar klemmu á sáðrásina sem hægt sé að fjarlægja síðar. Er þetta einhver misskilningur hjá mér? Ég finn engar upplýsingar um neitt slíkt á netinu heldur eingöngu um ófrjósemisaðgerð sem er ótímabundið úrræði. Ég og konan mín eignuðumst nýlega okkar þriðja barn og viljum láta það nægja í bili allavega. Ég vil þó ekki fara í varanlega ófrjósemisaðgerð þar sem maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér.

Kveðja, Hugsandi


Sæll.

Eftir því sem ég best veit eru ófrjósemisaðgerðir karla hugsaðar sem óafturkræfar.  Það er þó hægt að tengja aftur í sumum tilfellum en ekki ætti að treysta því fyrirfram að það sé hægt.

Ég ráðlegg þér að tala við þvagfæraskurðlækni um þetta, en það eru þeir sem framkvæma slíkar aðgerðir.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur. 
20. sept. 2010.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.