Spurt og svarað

19. desember 2004

Ólétt á sprautunni?

Sælar og til hamingju með frábæra síðu.

Ég hef verið á depo provera í tæp 4 ár. Síðast þegar ég átti að fá sprautuna 1. dag mánaðarins gleymdi ég mér og fékk hana um 20. sama mánaðar og stundaði kynlíf á 14. degi frá því að ég átti að fá hana. Nú, 4 vikum seinna (e. kynlíf) er ég búin að vera með verki í leginu, spennu
í brjóstum, ógleði og þreytu og eru þetta allt einkenni lík þeim sem ég fékk á síðustu 2 meðgöngum. Hef tekið þrjú próf, rapidpreg þar sem kom afar afar dauf JÁ lína, próf á heilsugæslunni sem sagði nei og clearblue sem sagði nei. Þegar ég varð ólétt að fyrsta barninu þurfti blóðprufu til að sanna, kom ekkert fram á þvagprufum strax, með annað barn kom strax já og eins með þriðja sem ég missti. Nú er ég að spá hvað sé í gangi?  Öll einkenni halda áfram versnandi þrátt fyrir neikvæð próf svo varla er þetta móðursýki? Er möguleiki að verða ólétt með svona litla seinkun á sprautunni? Er að hugsa um að taka enn eitt próf.

.............................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar.

Þar sem þú fékkst síðustu sprautu of seint er auðvitað möguleiki á þungun þó að oft sé talað um að það taki einhvern tíma að verða frjósöm aftur eftir að notkun sprautunnar er hætt. Einkennin sem þú lýsir eru vissulega einkenni sem margar konur finna í byrjun þungunar en eru líka einkenni sem geta fylgt notkun sprautunnar.

Ég myndi því ráðleggja þér að hafa samband við lækninn sem útvegar þér sprautuna og ræða málin við hann.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
18. desember 2004.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.