Spurt og svarað

14. mars 2008

Óreglulegar blæðingar eftir pilluna

Sælar og takk fyrir góðan vef,

ég hætti á pillunni 18. janúar s.l. og byrjaði á blæðingum 20. jan. Eftir það liðu 40 dagar á milli blæðinga og byrjaði ég 29. febrúar, á föstudegi.   Þann dag blæddi í sem nemur einu dömubindi, ef svo má segja (skipti ekkert frá hádegi og fram á kvöld því ég var í útlöndum og ekkert heima allan daginn). Um kvöldið setti ég svo álfabikarinn upp og eftir sólarhring (á laugardagskvöldi) var rétt botnfylli í honum. Á sunnudagskvöldi voru bara nokkrir dropar og svo á mánudegi og þriðjudegi var ekkert í honum, en smá svona blóðugt slím utan á honum (afsakið lýsingarnar).

Mín spurning er hvort þetta sé eðlilegt í fyrsta sinn sem blæðingar hefjast eftir að hætt er á pillunni? Getur tekið nokkra mánuði fyrir pilluna að hætta að virka og fyrir blæðingarnar að verða eðlilegar? (þá er ég ekki að meina að verða reglulegar, heldur eðlilegar þegar þær koma..

vona að þetta skiljist :)

Kveðja,

Ein óregluleg


Komdu sæl

Já þetta getur verið partur af því að vera óregluleg að hafa litlar blæðingar einu sinni og svo miklar blæðingar næst og allt þar á milli.  Þetta tekur nokkra mánuði að jafna sig en ef þú verður langeyg eftir að þetta lagist þá skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækninn þinn.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
14. mars 2008.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.