Óreglulegar blæðingar, höfuðverkur og ógleði

22.08.2005
Ég hef alla tíð haft reglulegar blæðingar og bara í 3 eða 4 daga en undanfarin 3 skipti hafa þær verið óreglulegar. Síðast var ég í viku og þá byrjaði ég viku of snemma. Þar áður var ég alveg í 10 daga og rosa mikið magn. Ég er reyndar á lykkjunni og veit að hún getur haft þessar aukaverkanir. En síðustu mánuði hef ég verið að farast úr höfuðverk og ógleði en ekkert fundið að ráði í brjóstunum. Þetta geta ekki verið einkenni lykkjunnar því ég er ekki á hormónalykkjunni.  Finnst ég einnig alltaf vera að pissa og það skærgulu. Hef ekki lent í því áður. Hvað getur þetta verið?
 
..................................................
 
Komdu sæl.
 
Því miður get ég ekki greint það svona í gegnum tölvuna af hverju þér líður svona.  Ég ráðlegg þér að leita til læknis og ráðfæra þig við hann.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.08.2005.