Spurt og svarað

22. ágúst 2005

Óreglulegar blæðingar, höfuðverkur og ógleði

Ég hef alla tíð haft reglulegar blæðingar og bara í 3 eða 4 daga en undanfarin 3 skipti hafa þær verið óreglulegar. Síðast var ég í viku og þá byrjaði ég viku of snemma. Þar áður var ég alveg í 10 daga og rosa mikið magn. Ég er reyndar á lykkjunni og veit að hún getur haft þessar aukaverkanir. En síðustu mánuði hef ég verið að farast úr höfuðverk og ógleði en ekkert fundið að ráði í brjóstunum. Þetta geta ekki verið einkenni lykkjunnar því ég er ekki á hormónalykkjunni.  Finnst ég einnig alltaf vera að pissa og það skærgulu. Hef ekki lent í því áður. Hvað getur þetta verið?
 
..................................................
 
Komdu sæl.
 
Því miður get ég ekki greint það svona í gegnum tölvuna af hverju þér líður svona.  Ég ráðlegg þér að leita til læknis og ráðfæra þig við hann.
 
Gangi þér vel.
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir.
22.08.2005.
Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.