Öruggi pillunnar

01.12.2005

Sælar!

Getur kona sem er á pillunni orðið ófrísk ef að pillan er ekki nógu sterk fyrir hana?

.......................................................

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Konur geta hugsanlega orðið ófrískar á pillunni en það eru mjög litlar líkur á því svo lengi sem hún er tekin rétt og konan fær ekki uppköst stuttu eftir að hún er tekin.  Þar sem ekki er gefið upp hvernig pillu þú ert að taka get ég ekki gefið þér fullnægjandi svar.  Það er töluverður munur á getnaðarvarnarpillum og svo kölluðum smápillum.  Getnaðarvarnarpillur innihaldar allar tvenns konar hormón en smápillan innheldur einugis eitt hormón.  Þær eru ekki alveg eins öruggar og hinar. Helsta smápillan er Exlutona en algengustu pillurnar sem innihalda tvenns konar hormón eru Marvelon, Mercilon, Gynera, Harmonet, Meloden og Gracial.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

Kveðja,

Málfríður Stefnaía Þórðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. desember 2005.