Spurt og svarað

01. desember 2005

Öruggi pillunnar

Sælar!

Getur kona sem er á pillunni orðið ófrísk ef að pillan er ekki nógu sterk fyrir hana?

.......................................................

Komdu sæl og þakka þér fyrir fyrirspurnina.

Konur geta hugsanlega orðið ófrískar á pillunni en það eru mjög litlar líkur á því svo lengi sem hún er tekin rétt og konan fær ekki uppköst stuttu eftir að hún er tekin.  Þar sem ekki er gefið upp hvernig pillu þú ert að taka get ég ekki gefið þér fullnægjandi svar.  Það er töluverður munur á getnaðarvarnarpillum og svo kölluðum smápillum.  Getnaðarvarnarpillur innihaldar allar tvenns konar hormón en smápillan innheldur einugis eitt hormón.  Þær eru ekki alveg eins öruggar og hinar. Helsta smápillan er Exlutona en algengustu pillurnar sem innihalda tvenns konar hormón eru Marvelon, Mercilon, Gynera, Harmonet, Meloden og Gracial.

Vonandi hjálpar þetta eitthvað.

Kveðja,

Málfríður Stefnaía Þórðardóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
1. desember 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.