Öryggi Cerazette brjóstapillunar

30.09.2005

Mig langar til að fá upplýsingar varðandi brjóstapilluna Cerazette. Ég hef verið að taka hana í u.þ.b. 7 mánuði. Barnið mitt er núna 10 mánaða og er farin að fá brjóst á morgnana og svo á kvöldin. Get ég verið örugg þegar þetta hefur minnkað svona mikið um að pillan sé örugg? Þarf ég að fara að hugsa um aðra pillu?

Með fyrirfram þökk, brjóstamamma með áhyggjur.

..................................................................

Sæl og takk fyrir að leita til okkar!

Cerazette pillan er alveg jafn örugg nú og þegar barnið drakk oftar brjóst og heldur áfram að vera örugg þó að brjóstagjöf sé hætt.  Þessi pilla er kölluð brjóstapillan af því að hún inniheldur eitt hormón, prógestagen og hentar því konum sem eru með barn á brjósti en pillur sem eru samsettar úr tveimur hormónum henta ekki konum sem eru með barn á brjósti. Ef þér líkar við þessa pillu þá getur þú haldið áfram að taka hana þegar þú hættir brjóstagjöf.

Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
30. september 2005.