Er betra að nota hrásykur en hvítan sykur á meðgöngu?

09.04.2008

Er betra að nota hrásykur en hvítan sykur á meðgöngu?


Hvítur sykur er meira hreinsaður og því talið snauðari af næringarefnum en hrásykurinn. Það er einnig talið að hvítur sykur eyði B-vítamíni. Á meðgöngu er sérstaklega mikilvægt að borða næringarríka fæðu og því hlýtur að vera betra að nota hrásykur en hvítan sykur.


Kær kveðja,

Anna Sigríður Vernharðsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur,
9. apríl 2008.