Öryggi pillunnar

25.02.2008

Sælar ljósmæður!

Mig langaði aðeins að forvitnast í sambandi við getnaðarvarnartöfluna Microgyn.  Ég hef tekið hana samfleytt í 2 ár og ekki fengið neinar aukaverkanir og liðið mjög vel. En hins vegar langaði mig til þess að spyrja hversu miklar líkur væru á því að verða ólétt ef maður man alltaf eftir að taka pilluna og það á svipuðum tíma, þ.e. á sama tíma á virkum dögum en munar kannski 3 tímum um helgar? Ef maður tekur töfluna á þennan hátt eru þarf ég þá að hafa einhverjar áhyggjur af því að verða ólétt?

Með fyrirfram þökk

Forvitin

 


 

Komdu sæl

Mesta öryggi pillunnar er yfir 99% ef hún er alltaf tekin rétt eins og þú lýsir.  Líkurnar á því að verða ólétt eru því undir einu prósenti.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
25. febrúar 2008.