Pillan og blæðingar

11.03.2009

Góðan daginn.

Ég var að byrja að taka pilluna aftur eftir þónokkuð hlé. Ég byrjaði að taka pilluna á fyrsta degi blæðinga eins og talað er um en þessa svokölluðu blæðingar voru ekki neitt. Þá á ég við að ég hefði geta sleppt því að vera með innlegg því það koma aldrei neitt í það, kom bara smá blóð stundum þegar ég fór á klósettið, en entist samt í viku þannig.

Spurning mín er því sú hvort það sé eðlilegt að frá fyrsta degi á fyrstu pillu að blæðingar minnki svona mikið. Ég er vön að vera alltaf með miklar blæðingar. Það er kannski í lagi að taka fram að blæðingarnar, ef hægt er að kalla þær það, byrjuðu á réttum tíma.

Kveðja, Ein óviss


Komdu sæl

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um þetta og það vantar upplýsingar um á hvaða pillu þú ert en það er vissulega til í dæminu að pillan hafi haft þessi áhrif á blæðingarnar þínar.  Það er þekkt að blæðingar verði óreglulegar þegar byrjað er á pillunni og þá er ekki bara átt við að þær komi óreglulega heldur geta þær verið mismiklar líka.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. mars 2009.