Spurt og svarað

11. mars 2009

Pillan og blæðingar

Góðan daginn.

Ég var að byrja að taka pilluna aftur eftir þónokkuð hlé. Ég byrjaði að taka pilluna á fyrsta degi blæðinga eins og talað er um en þessa svokölluðu blæðingar voru ekki neitt. Þá á ég við að ég hefði geta sleppt því að vera með innlegg því það koma aldrei neitt í það, kom bara smá blóð stundum þegar ég fór á klósettið, en entist samt í viku þannig.

Spurning mín er því sú hvort það sé eðlilegt að frá fyrsta degi á fyrstu pillu að blæðingar minnki svona mikið. Ég er vön að vera alltaf með miklar blæðingar. Það er kannski í lagi að taka fram að blæðingarnar, ef hægt er að kalla þær það, byrjuðu á réttum tíma.

Kveðja, Ein óviss


Komdu sæl

Það er erfitt að segja nákvæmlega til um þetta og það vantar upplýsingar um á hvaða pillu þú ert en það er vissulega til í dæminu að pillan hafi haft þessi áhrif á blæðingarnar þínar.  Það er þekkt að blæðingar verði óreglulegar þegar byrjað er á pillunni og þá er ekki bara átt við að þær komi óreglulega heldur geta þær verið mismiklar líka.

Kveðja

Rannveig B. Ragnarsdóttir,
ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
11. mars 2009.

 

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.