Spurt og svarað

16. febrúar 2005

Pillan og þungun

Hæ, hæ.

Ég og unnusta mínum langar svo í lítið barn en ég er á pillunni. Um daginn þá gleymdi ég henni í 3 daga og byrjaði á blæðingum þó að ég hefi bara verið á 8. pillu. Eru einhverjar líkur á því að ég sé ófrísk? En ef ekki hvernig á ég þá að fara að? Má ég sleppa því að taka pilluna inn eða þarf ég að bíða eftir næsta pillu spjaldi?

Mér þætti vænt um að fá svör.
Takk, takk:)

..............................................................

Komdu sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Ef pillan gleymist í nokkra daga þá er mjög algengt að konur fái blæðingar (milliblæðingar).  Stundum vara þær einungis í einn til þrjá daga en hjá öðrum virðist hormónabúskapurinn brenglast og konurnar hafa lengri blæðingar sem jafnvel verður að stoppa með hormónagjöf.  Ef blæðingarnar þínar eru hættar núna þá er þér óhætt að hætta á pillunni, þ.e. ekki klára hormónaspjaldið.  Þú getur líka klárað spjaldið og ekki byrjað á næsta spjaldi eftir næstu blæðingar. Ég tel sáralitlar líkur á því að þú sért ófrísk þar sem þú hafðir svona miklar blæðingar en þú getur alltaf gert þungunarpróf til að vera viss.  Þau eru mjög örugg og fást í næsta apóteki.

Gangi ykkur vel.

Kveðja,

Málfríður Stefanía Þórðardóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir,
16. febrúar 2005.

Senda fyrirspurn
Allir reitir verða að vera fylltir útSenda
Fyrirspurnin þín hefur verið send.
Fannstu ekki svar?

Einnig viljum við benda á bæklingaröð Ljósmæðrafélags Íslands og greinarnar "Ljósmóðirin skrifar um", þar er að finna svör við mörgum af algengustu fyrirspurnunum.

Ljósmóðir mun leitast við að svara fyrirspurnum sem fyrst en athugið að það geta liðið allt að tvær vikur frá því að fyrirspurn er send inn og þar til svar er birt hér á vefnum. Svör við fyrirspurnum eru aðeins ætluð til fræðslu og upplýsingar en eiga á engan hátt að koma í stað faglegrar aðstoðar ljósmæðra, lækna eða annars fagfólks.

Því miður getum við ekki svarað öllum fyrirspurnum sem berast en leitumst fyrst og fremst við að svara fyrirspurnum um efni sem ekki hefur verið spurt um áður. Svör við fyrirspurnum birtast hér á síðunni ásamt fyrirspurninni sjálfri.