Pillan og þungunarpróf

27.06.2005
Hefur pillan áhrif á niðurstöður úr þungunarprófum?  Ef maður færi í þungunarprufu hjá lækni kæmi þá rétt svar þótt maður sé á pillunni?  Ég lenti nefnilega í veseni á síðasta pilluspjaldi og byrjaði ekki á túr en fékk svo jákvætt próf.
 
.....................................................
 
Hormónin í pillunni eru estrogen og progesterone.  Hormónið sem verið er að mæla í þungunarprófum er hCG (human Chorionic Gonadotropin) en gildi þess hækkar mjög í þunguðum konum.  Pillan ætti því ekki að hafa áhrif á niðurstöður úr þungunarprófum þar sem um allt annað hormón er að ræða.
 
Kveðja
 
Rannveig B. Ragnarsdóttir,
hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir. 
27.06.2005.